Miðasala á ráðstefnuna Hegðun og líðan barna – fræði í framkvæmd sem fer fram 11. apríl á Hótel Selfossi er hafin á tix.is
Þema ráðstefnunnar er hegðun og líðan barna, birtingamynd og lausnir.
Spennandi dagskrá er í mótun og við hvetjum ykkur til að taka daginn frá og fylgjast með. Að ráðstefnu lokinni býður ART teymi gestum upp á drykk á Risinu vínbar.
Miðaverð á ráðstefnuna er 28.900kr. Innifalið í verði er hádegisverður og kaffi meðan á ráðstefnu stendur.