Inntökuráð Gaulverjaskóla/ART verkefnis:
Bjarni Bjarnason, verkefnisstjóri ART á Suðurlandi
Kristín Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands
Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur á Heilbrigðisstofnu Suðurlands
Eygló Aradóttir barnalæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Starfsreglur inntökuráðs Gaulverjaskóla/ART verkefnis.
1. Inntökuráð fjallar um og afgreiðir umsóknir sem berast ART meðferðarteymi. 2. Inntökuráð fjallar um allar umsóknir sem berast til teymisins. Inntökuráð skipa: Framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, sálfræðingur Heilbrigðisstofunar Suðurlands, barnalæknir og verkefnisstjóri ART á Suðurlandi. Aðrir aðilar eru kallaðir inn eftir þörfum. 3. Verkefnisstjóri ART á Suðurlandi boðar til funda í samvinnu við formann inntökuráðs. Fundir í inntökuráði skulu að jafnaði vera tveir á skólaárinu, í maí og desember, og fleiri eftir þörfum. 4. Formaður inntökuráðs stjórnar fundum og sér um að fundargerðir séu haldnar. Þær skal senda til fulltrúa í inntökuráði og sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga Gaulverjaskóla/ART verkefnisins. 5. Inntökuráð metur hvaða skilyrðum þarf að fullnægja svo hægt sé að mæta þörfum nemenda. 6. Verkefnisstjóri ART kynnir starfsemi teymisins í lok skólaárs. 7. Inntökuráð fer árlega yfir starfsreglur inntökuráðs og gerir breytingartillögur, sé þess þörf, til stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands.