17.10.2008

Fundargerð 8. fundar Inntökuráðs Gaulverjaskóla/ART teymis

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 10. október 2008 kl. 12:00.

 

Mættir: Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Íris Böðvarsdóttir sálfræðingur og Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands sem einnig ritaði fundargerð. Eygló Aradóttir barnalæknir boðaði forföll. Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók. Formaður setti fund og stjórnaði honum.

1. Breytingar á ART verkefni.

Bjarni fór yfir breytingar sem orðið hafa á ART verkefninu frá því að skólaúrræðinu Gaulverjaskóla var lokað sl. vor. Heimaskólar hafa tekið að sér skólahluta verkefnisins og ART teymið, skipað Bjarna Bjarnasyni verkefnisstjóra, Sigríði Þorsteinsdóttur kennara og ART þjálfara og Ingu Margréti Skúladóttir félags- og fjölskylduráðgjafa og ART þjálfara, sér um meðferð barna, þjálfun kennara og félagsþjónustu og handleiðslu við starfsfólk skóla og foreldra. 14 grunnskólar af 16 á svæðinu hafa menntað kennara/starfsfólk í ART sem forvörn, 11 leikskólar af 23 og 4 félagsþjónustur af 6. Alls hafa 46 kennarar/starfsmenn grunn- og leikskóla öðlast réttindi til að kenna nemendum ART, 36 leikskólakennarar og 36 grunnskólakennarar hafa lokið námskeiði og eru í þjálfun. 7 starfsmenn félagsþjónusta hafa tekið ART námskeið og undirbúningi fyrir fjölskyldu ART. Alls eru 10 börn í meðferð og handleiðslu hjá ART teyminu.

2. Umsóknir um meðferð haustið 2008

Teknar voru fyrir þrjár umsóknir. a) Drengur fæddur 2001. b) Drengur fæddur 1998. c) Drengur fæddur 1996. Allar umsóknirnar samþykktar. Öllum fjölskyldum umsækjenda verður boðið upp á fjölskyldu-ART og nemendur fá meðferð eftir þörfum í samvinnu við skóla, félagsþjónustu og heilsugæslu þar sem við á. Einhverjir umsækjendanna þurfa að fá betra mat á stöðu sína og verður bætt úr því hið fyrsta. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10. Fundargerð lesin upp og staðfest.

Kristín Hreinsdóttir Bjarni Bjarnason Íris Böðvarsdóttir

Leave a Comment

Scroll to Top