17.10.2008

ART teymi (fyrrv. Gaulverjaskóli)

meðferðar- og forvarnarúrræði fyrir börn og unglinga með hegðunar- og tilfinningavanda á Suðurlandi

Starfsreglur ART teymisins

1. grein ART teymið er meðferðar- og forvarnarúrræði fyrir börn og unglinga á Suðurlandi sem glíma við hegðunar- og tilfinningaraskanir.

2. grein Markmið ART verkefnisins: – Að veita nemendum með hegðunar- og tilfinningaraskanir meðferðarúrræði við hæfi. – Að auka náms- og félagslega færni nemenda. – Að gera nemendur að virkum, ánægðum og sjálfbjarga þjóðfélagsþegnum, m.a. með því að þjálfa sjálfsstjórn, reiðistjórnun og siðferðisþroska nemenda í samvinnu við skóla og heimili. – Í nemendahópnum eru nemendur sem eru mjög illa staddir námslega og/eða félagslega og trufla í mörgum tilvikum skólagöngu annarra barna Þessi truflum getur t.d. birst þannig að önnur börn fá ekki frið til að stunda nám sitt eða að þau börn sem sýna andfélagslega hegðun beiti skólasystkini sín og jafnvel kennara líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi. Sum börnin hafa slaka félagsfærni, lélega sjálfsmynd, eru ábyrgðarlaus og sum árásargjörn og eiga í tíðum árekstum við aðra í leik, starfi og samveru með fjölskyldunni. Nokkur þeirra hafa sýnt sjálfsskaðandi hegðun. Við skilgreiningu þessa hóps verður er til hliðsjónar vinnuregla II sem er núgildandi viðmiðunarstig fyrir geðraskanir hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en þar er að finna skilgreiningar á úthlutunar­reglum sjóðsins vegna fjölþátta hegðunartruflana, verulegra truflana varðandi tilfinningar og félags­lega aðlögun og viðvarandi og alvarleg einkenni geðrofs eða geðhvarfa. – Unnið verður eftir meðferðaraðferðinni ART (Aggression Replacement Training) sem byggir á þremur meginþáttum: félagsfærniþjálfun, sjálfstjórn og siðferðisþjálfun. – Meðferðarteymið veitir starfsfólki heimaskóla og foreldrum viðkomandi nemenda ráðgjöf og handleiðslu. – Starfsfólk ART teymis vinnur náið með öðrum stofnunum og aðilum sem koma að málum viðkomandi nemenda s.s. heilsugæslu, félagsþjónustu, Barna- og unglingageðdeild, o.fl. – Að auka færni starfsfólks grunnskóla til að takast á við erfiða hegðun og vanlíðan nemenda með ráðgjöf og fræðslu með ART námskeiðum, handleiðslu og þjálfun.

3. grein Með yfirstjórn ART verkefnisins fer framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands í umboði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, en með daglega stjórnun fer verkefnisstjóri. Stjórn Skólaskrifstofu Suðurlands er jafnframt stjórn ART verkefnisins.

4. grein Úrræðið er fyrir börn á Suðurlandi. Skilyrði fyrir inntöku er að umsókn sé útfyllt og hún samþykkt af foreldrum viðkomandi barns, helst í samvinnu við heimaskóla. Foreldrar geta haft frumkvæði að umsókn fyrir barn sitt. Nauðsynlegt er að öll gögn varðandi barnið fylgi umsókn. Fjögurra manna inntökuráð mun sjá um inntöku nemenda. Í teyminu situr læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sálfræðingur skipaður af Skólaskrifstofu Suðurlands og forstöðumaður Skólaskrifstofu Suðurlands, ásamt verkefnisstjóra ART teymisins.

8. grein Aðildarsveitarfélög greiða kostnað sem fylgir námi barnanna. Ríkið greiðir meðferðarþáttinn; laun starfsmanna teymisins, kostnað við húsnæði og rekstur, akstur og þjálfun starfsfólks. Sveitarfélög sjá um forvarnarþátt verkefnisins í heimaskóla. Sveitarfélögin starfrækja forvarnarhópa í heimaskólum barnanna og sjá til þess að þar sé ávallt sérmenntað starfsfólk til að taka við börnum sem hlotið hafa ART þjálfun/meðferð. Aðildarsveitarfélögin eru 14 talsins og eru eftirtalin:


o Sveitarfélagið Árborg o Flóahreppur o Hveragerðisbær o Sveitarfélagið Ölfus o Grímsnes- og Grafningshreppur o Bláskógabyggð o Skeiða- og Gnúpverjahreppur o Hrunamannahreppur o Ásahreppur o Rangáþing ytra o Rangárþing eystra o Mýrdalshreppur o Skaftárhreppur o Vestmannaeyjabær


Bókhald og skrifstofuþjónusta er staðsett hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Selfossi, 10. október 2008,

Leave a Comment

Scroll to Top