Fundargerð 10. fundar Inntökuráðs ART teymis
Mættir: Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir formaður stjórnar sem einnig ritaði fundargerð. Íris Böðvarsdóttir sálfræðingur kom til fundarins kl. 9:00.
Einnig voru viðstaddir fundinn tveir sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands: Alda Sigrún Magnúsdóttir og Snorri Rafn Sigmarsson til að fylgja eftir greiningum skjólstæðinga Skólaskrifstofu Suðurlands. Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.
Formaður setti fund og stjórnaði honum.
1. Staða ART verkefnisins.
Formaður stjórnar fór yfir stöðu verkefnisins. Verkefnið fékk 10 millj. kr. framlag frá Menntamálaráðuneytinu til rekstrarársins 2009. Fjárhagsáætlun hljóðaði upp á 18 millj. kr. Ljóst er að ef aukafjármagn fæst ekki til verkefnisins næst ekki að halda starfseminni áfram út árið, þrátt fyrir að starfsmenn hafi skorið niður laun sín um 20%. Umsóknir sem afgreiddar eru á fundinum eru því afgreiddar með þeim fyrirvara að fjármagn til rekstrarins út árið fáist.
2. Verkefnisstjóri fór yfir starf vetrarins.
14 börn hafa verið í meðferð hjá ART-teyminu á vorönn. Reiknað er með að útskrifa tíu börn en fjögur haldi áfram í eftirfylgd.
Úttekt á ART verkefninu stendur yfir og er viðtölum lokið. Það er Félagsvísindastofnun sem gerir úttektina fyrir menntamálaráðuneytið. Tekin voru viðtöl við stjórnendur skóla og skólaskrifstofu, kennara, nemendur, foreldra og annað starfsfólk skóla, auk starfsmanna teymisins. Skýrslunnar er að vænta í júní nk.
3. Starfsreglur inntökuráðs lagðar fyrir til endurskoðunar.
Starfsreglur voru samþykktar óbreyttar.
4. Umsóknir um meðferð eru 19 talsins.
Teknar voru fyrir nítján umsóknir.
9 umsóknir bárust frá Hveragerðisbæ vegna nemenda í Grunnskólanum í Hveragerði, 10 umsóknir bárust frá sveitarfélaginu Árborg vegna nemenda í Sunnulækjarskóla og Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
1) Drengur fæddur 1995.
2) Drengur fæddur 1997.
3) Stúlka fædd 1996.
4) Stúlka fædd 1995.
5) Drengur fæddur 1994.
6) Drengur fæddur 1997.
7) Drengur fæddur 1995.
8) Drengur fæddur 1999.
9) Drengur fæddur 1996.
10) Drengur fæddur 1995.
11) Stúlka fædd 1994.
12) Stúlka fædd 1995.
13) Drengur fæddur 1999.
14) Stúlka fædd 1996.
15) Stúlka fædd 1996.
16) Stúlka fædd 1994.
17) Stúlka fædd 1995.
18) Drengur fæddur 1998.
19) Drengur fæddur 1997.
Verkefnisstjóri mælir með að 6 umsóknir verði samþykktar í hópmeðferð með aðkomu skóla- og félagsþjónustu. Samþykkt.
Eygló fór af fundi kl. 9:30.
Verkefnisstjóri leggur til að 2 umsóknir verði afgreiddar þannig að ART teymi handleiði skólann í vinnu með börnin í ART þjálfun, en komi ekki beint að málinu. Samþykkt. Ein umsókn var samþykkt sem eftirfylgdarmál.
Allar aðrar umsóknirnar samþykktar, en útfærsla verður í samvinnu við skóla, foreldra og/eða félagsþjónustu.
Fundargerð lesin upp og staðfest.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10.
Kristín Hreinsdóttir
Bjarni Bjarnason
Eygló Aradóttir