31.5.2010

 

Fundargerð 11. fundar Inntökuráðs ART teymis

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 17. desember 2009 kl. 13:00.

 

Mættir:  Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir formaður stjórnar sem einnig ritaði fundargerð.

 

Einnig mætti til fundarins Alda Sigrún Magnúsdóttir sálfræðingur til að fylgja eftir greiningum skjólstæðinga sinna.  Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.

 

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

 

1.            Staða ART verkefnisins.

Formaður stjórnar fór yfir stöðu verkefnisins.  Ekki hefur fengist viðbótarfjármagn til verkefnisins og er það því rekið á yfirdrætti.  Verið er að vinna í fjármögnun verkefnisins.

 

2.             Verkefnisstjóri fór yfir starf teymisins í vetur. 

Teymið hefur haft mál 29 barna með höndum á haustönn. 9 börn halda áfram í meðferð og eftirfylgd verður með 13 börnum í viðbót við það.  7 börn útskrifast frá teyminu.

 

Félagsvísindastofnun HÍ tók að sér úttekt á ART verkefninu fyrir menntamála­ráðuneytið.  Niðurstöður voru mjög jákvæðar fyrir ART teymið og störf þess.

 

3.            11 umsóknir bárust um ART meðferð.

3 umsóknir bárust frá Sunnulækjarskóla.

1 umsókn barst frá Grunnskólanum í Þorlákshöfn.

6 umsóknir bárust frá Grunnskólanum í Hveragerði.

 

Verkefnisstjóri mælir með að allar umsóknir verði samþykktar, en umsókn frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkurborgar verði samþykkt með fyrirvara um að greiðslur berist frá Reykjavíkurborg. Samþykkt.

 

Fundargerð lesin upp og staðfest.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15.

 

Kristín Hreinsdóttir

Bjarni Bjarnason

Eygló Aradóttir

Scroll to Top