27.5.2010

 

Fundargerð 12. fundar Inntökuráðs ART teymis

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 27. maí 2010 kl. 8:30.

 

Mættir:  Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir formaður stjórnar sem einnig ritaði fundargerð.

 

Einnig komu á fundinn tveir sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands: Alda Sigrún Magnúsdóttir frá kl. 9:25 til 10:40 og Snorri Rafn Sigmarsson frá 10:00 til 10:45 til að fylgja eftir málum skjólstæðinga sinna.  Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.

 

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

 

1.            Staða ART verkefnisins.

Formaður stjórnar fór yfir stöðu verkefnisins.  Verkefnið fékk í byrjun árs 10 millj. kr. framlag frá Barnaverndarstofu í gegnum samning við Sveitarfélagið Árborg f.h. barnaverndarnefnda á Suðurlandi til að veita ART meðferð sem barnaverndarúrræði. Einnig fékkst 1 millj. kr. vegna undirbúnings á árinu 2009.  Þá fékk verkefnið úthlutað 5 millj. kr. vegna ársins 2009 af fjárveitingu vegna langveikra barna og barna með ADHD í samstarfi þriggja ráðuneyta. Verkefnið stendur því á núlli fyrir árið 2009, en vantar enn u.þ.b. 12 millj. kr. til ársins 2010.  Aftur verður auglýst eftir umsóknum í haust og mun Skólaskrifstofa Suðurlands sækja um vegna ART verkefnisins. Allar umsóknir sem samþykktar eru á 12. fundi inntökuráðs fyrir haustið 2010 eru því samþykktar með þeim fyrirvara að fjármagn fáist til rekstrarins.

 

2.             Verkefnisstjóri fór yfir starf vetrarins. 

Teymið hefur haft 28 börn í meðferð í vetur og 12 til viðbótar í eftirfylgd frá áramótum. Auk þess hefur teymð sinnt 6 barnaverndarerindum frá áramótum.  Engin börn útskrifast fyrr en í haust.  Samstarf við skóla á svæðinu er í sífelldri þróun og margir skólarnir vinna orðið mjög vel með teyminu.

 

3.            Mál til afgreiðslu.

Teknar voru fyrir 15 umsóknir.

7 umsóknir bárust frá Hveragerðisbæ vegna nemenda í Grunnskólanum í Hveragerði, 5 umsóknir bárust frá sveitarfélaginu Árborg vegna nemenda í Sunnulækjarskóla og Vallaskóla, 2 umsóknir bárumst frá Grímsnes- og Grafningshreppi vegna nemenda í Grunnskólanum Ljósuborg og 1 umsókn barst frá Flóahreppi vegna nemenda í Flóaskóla.

 

Verkefnisstjóri mælir með að 14 umsóknir verði samþykktar, þar af þrjár með fyrirvara um að þær eigi fremur heima í flokki barnaverndarmála.  Einni umsókn verði frestað þar til frekari greiningar á stöðu viðkomandi nemanda liggja fyrir.  Samþykkt.

 

Fundargerð lesin upp og staðfest.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:10.

 

Kristín Hreinsdóttir

Bjarni Bjarnason

Eygló Aradóttir

Scroll to Top