8.12.2008

Fundargerð 9. fundar Inntökuráðs ART teymis /Gaulverjaskóla

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 8. desember 2008 kl. 12:00.

 

Mættir:  Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands sem einnig ritaði fundargerð.  Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.

 

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

 

1.            Staða ART verkefnisins.

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu verkefnisins.  Ekki hefur fengist svar um fjárveitingu til að halda verkefninu áfram eftir áramótin 2008/2009.  Starfsmönnum teymisins hefur verið sagt upp með þeim fyrirvara að uppsagnir verði dregnar til baka ef úr rætist með fjármagn.  Verið er að vinna að því að tryggja áframhaldandi fjármögnun verkefnisins.

 

Alls eru 13 börn í meðferð og handleiðslu hjá ART teyminu.  Stefnt er að því að útskrifa átta þeirra í lok ársins 2008.

 

2.            Umsóknir um meðferð í desember 2008

Teknar voru fyrir átta umsóknir.

a)      Drengur fæddur 1998.

b)      Drengur fæddur 1998.

c)      Drengur fæddur 1998.

d)     Drengur fæddur 1998.

e)      Drengur fæddur 1998.

f)    Drengur fæddur 1998.

g)      Drengur fæddur 1998.

h)      Drengur fæddur 1993.

 

Allar umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um að fjármagn fáist til áframhaldandi rekstrar teymsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:20.

 

Fundargerð lesin upp og staðfest.

 

 

Kristín Hreinsdóttir

Bjarni Bjarnason

Eygló Aradóttir

Leave a Comment

Scroll to Top