ART námskeið 7., 8. og 9. febrúar 2012

Námskeið sem veitir réttindi til að þjálfa nemendahópa í ART (Aggression Replacement Training)
 – Um ART

INNIHALD:
Fyrstu þrír dagarnir: Farið verður yfir þá þrjá þætti sem eru undirstaðan í ART þjálfun: félagsfærni, reiðistjórnun og siðferðisþjálfun. Æft verður kennsluformið sem er ríkjandi í ART tímum, þ.e. hlutverkaleikir og umræðuform.
12 vikna þjálfun: Að námskeiðinu loknu fara þátttakendur af stað með hópa í skólum eða öðrum starfsvetfangi. Þjálfunin er samtals þrír tímar á viku í 12 vikur.  Á meðan á þjálfun stendur fer fram handleiðsla, þátttakendur fá heimsókn í ART tíma og á eftir er farið yfir hvað er að takast vel og hvað mætti gera betur. 
Fjórði dagurinn: Er ákveðinn í samráði við þátttakendur hverju sinni. Þá mætir hópurinn aftur allur saman, sýnir myndbandsupptökur af eigin ART kennslustund og hópurinn ræðir myndböndin. Gert er ráð fyrir að fjórði dagurinn sé tímasettur nálægt miðbiki 12 vikna þjálfunarinnar. Þátttakendur skila samantekt á vinnu sinni í lok námskeiðs fyrir útskrift að 12 vikum loknum.
Lestur og undirbúningur: Þátttakendur þurfa að lesa ART kennslubókina og kynna sér efni hennar vel, þar sem hún er handbók ART þjálfara. Búið er að þýða valda kafla og fá þátttakendur aðgang að því efni á netinu.

Tími sem þarf að áætla í verkefnið: 
Námskeið: 24 tímar.
Myndbandsdagur: 8 tímar.
Undirbúningur fyrir ART tíma á meðan á þjálfun stendur: 24 stundir (2 tímar á viku). Þjálfarar skila inn samantekt í lok námskeiðs.
Lestur: 50 tímar.
Myndband (undirbúningur og klipping): 15 tímar.
Þjálfun: 36 tímar (12 x 3 tímar).
Alls: 155 tímar. 

Hluti af þessum tíma ætti að teljast til endurmenntunarstunda kennara, eða:
Námskeiðsdagarnir 4: 32 tímar.
Aukaundirbúningur fyrir ART tíma umfram 20 mín. pr. skipti: 12 tímar.
Myndbandið: 15 tímar.
Lestur: 50 tímar.
Alls: 109 tímar.

Kennarar: Bjarni Bjarnason verkefnastjóri fyrir ART á Suðurlandi Bjarni@isart.is og Sigríður Þorsteinsdóttir grunnskólakennari og ART þjálfari.

Scroll to Top