ART réttindanámskeið fyrir leikskóla

Lýsing: Fyrstu þrjá dagana er farið yfir undirstöðuþætti ART þjálfunar: Félagsfærni, reiðistjórnun og siðferðisþjálfun. Æft verður kennsluformið sem er ríkjandi í ART tímum, þ.e. hlutverkaleikir og umræðuform.  Að námskeiði loknu fara þátttakendur af stað með hópa í sínum heimaskólum í 12 vikur. Þjálfunin er samtals 3 tímar á viku. Á meðan á þjálfun stendur fer fram handleiðsla frá ART teymi.  Þátttakendur fá heimsókn í ART tíma. Á eftir er farið yfir hvað er að takast vel og hvað mætti gera betur.

Fjórði dagurinn: Ákveðið er í samráði við þátttakendur hverju sinni hvenær hópurinn kemur saman aftur til að sýna myndbandsupptökur af eigin ART kennslustund og rýnir og ræðir hópurinn myndböndin.  4. dagurinn er dagsettur nálægt miðbiki 12 vikna þjálfunarinnar.

Lestur og undirbúningur: Þátttakendur þurfa að lesa ART kennslubókina (Aggression Replacement Training eftir Arnold P Goldstein, Barry Glick og John C Gibbs) og kynna sér efni hennar vel þar sem hún er handbók ART þjálfara.

Kennarar: Bjarni Bjarnason og Sigríður Þorsteinsdóttir ART þjálfarar.

Scroll to Top