ART teymi Suðurlands

ART teymið hefur verið starfandi á Suðurlandi frá árinu 2007. Hjá teyminu starfa þrír starfsmenn með umfangsmikla þekkingu og reynslu af meðferðarmálum. Starfsmenn teymisins sjá um Fjölskyldu ART, halda námskeið og veita ráðgjöf og handleiðslu til skóla, félagsþjónustu og foreldra.
Starfsemi teymisins skiptist í tvo hluta sem styðja hvor við annan. Annars vegar er það meðferðarstarfið, Fjölskyldu ART og hins vegar forvarnarstarf, ART þjálfun, sem fer fram í skólum og fleiri stofnunum.

Scroll to Top