Réttindanámskeið að hausti

Það var líf og fjör þegar fyrstu réttindanámskeiðin voru haldin nú í ágústbyrjun. Við óskum öllum þátttakendum velfarnaðar í áframhaldandi þjálfun og hlökkum til að fylgjast með.

Nýr ráðgjafi hjá ART teyminu

Álfheiður Ingólfsdóttir mun hefja störf sem ráðgjafi hjá ART teyminu í ágúst. 

Álfheiður er ART þjálfari og grunnskólakennari. 
Hún hefur starfað sem slíkur í fjölda ára,  hún hefur fjölbreytta kennslu reynslu og hefur meðal annars einbeitt sér að börnum með hegðunar- og/eða tilfinningavanda.

Við hlökkum til að starfa með Álfheiði og bjóðum hana velkomna.

Nýr verkefnastjóri hjá ART teyminu

 

Katrín Þrastardóttir hefur verið ráðin
verkefnastjóri ART teymisins á Suðurlandi.

Sigríður Þorsteinsdóttir hefur gengt stöðunni undafarin ár en hún hefurverið í teyminu frá stofnun þess. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. 

Minnum einnig á að hægt er að skila in tilvísunum í Fjölskyldu ART út miðvikudaginn 4. maí næstkomandi

Sólarkveðjur frá teyminu