Fundargerð 15. fundar Inntökuráðs ART teymis
haldinn að Austurvegi 3, Selfossi 12. desember 2011 kl. 14:00.
Mættir: Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir formaður stjórnar sem einnig ritaði fundargerð.
Einnig komu á fundinn sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands: Alda Sigrún Magnúsdóttir, Snorri Rafn Sigmarsson og Ragnar S Ragnarsson til að fylgja eftir málum skjólstæðinga sinna. Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.
Formaður setti fund og stjórnaði honum.
1. Mál til afgreiðslu.
Teknar voru fyrir 27 umsóknir.
Tuttugu og ein umsókn var samþykkt. Þremur umsóknum var frestað þar til frekari greiningar á stöðu viðkomandi nemenda liggja fyrir. Þremur umsóknum var hafnað.
Fundargerð lesin upp og staðfest.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:25.
Kristín Hreinsdóttir
Bjarni Bjarnason
Eygló Aradóttir