Starfsemi ART Teymisins hefur sannarlega verið lituð af heimsfaraldri undanfarið ár og hafa starfsmenn tekist á við ýmsar áskoranir líkt og allir Íslendingar. Þá hefur komið sér einstaklega vel að vera góður í félagsfærni, sjálfsstjórn og að hafa sterka siðferðisvitund til að takast á við þessar erfiðu aðstæður sem við höfum öll upplifað.
ART teymið hefur nýtt tæknina vel og haldið úti hefðbundinni Fjölskyldu ART meðferð og mun halda ótrauð áfram á þeirri braut. Nú erum við aftur farin að hitta okkur frábæru fjölskyldur í eigin persónu og þykir okkur það einstaklega skemmtilegt. Við erum því fullar bjartsýni og hlökkum til að takast á við næstu verkefni.
Helstu verkefni teymisins árið 2021 verða að halda úti Fjölskyldu ART meðferð fyrir fjölskyldur á Suðurlandi og mennta nýja ART þjálfara um land allt.
Sú breyting hefur orðið að Gunnar Þór hefur lokið störfum hjá teyminu og þökkum við honum fyrir gefandi og skemmtilegt samstarf.
Maður kemur í manns stað og hefur Guðrún Herborg Hergeirsdóttir hafið störf hjá ART teyminu. Guðrún Herborg hefur fjölbreytta reynslu af vinnu með börnum og fullorðnum á ýmsum sviðum. Guðrún er ART þjálfari og Iðjuþjálfi. Við bjóðum Guðrúnu Herborgu hjartanlega velkomna til starfa.
Mikilvægar dagsetningar:
Opið er fyrir umsóknir í Fjölskyldu ART meðferð fyrir haustið 2021.
Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2021
Næstu námskeið fyrir ART þjálfara:
10. – 12. ágúst 2021 – Fullt
10. – 12. ágúst 2021 – Auka námskeið – fullt
17. – 19. ágúst 2021 – Fullt
Næstu námskeið verða í janúar 2022. Nánari dagsetningar auglýstar síðar.
Kær kveðja