Fréttir

Haustnámskeið

Ágústmánuður einkenndist af ART réttindanámskeiðum og er óhætt að segja að þau hafi einkennst af gleði enda einstaklega áhugasamt og jákvætt fólk sem sótti þau. Námskeið voru haldin í Borgarbyggð, á Selfossi og í Reykjavík. 60 þátttakendur mættu til okkar og við í ART teyminu erum afskaplega ánægð með að fá þessa flottu viðbót í ART þjálfarahópinn eftir að þjálfun þeirra á vettvangi lýkur síðar í vetur.

Næstu námskeið verða haldin í Suðurnesjabæ í nóvember og á Selfossi, Egilsstöðum og vonandi Akureyri í janúar.

Nýr ráðgjafi

Selma Harðardóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá ART teymi Suðurlands. Selma hefur starfað við kennslu í grunnskóla og er ART þjálfari. Selma er góð viðbót við teymið og við bjóðum hana velkomna til starfa.

Nýr verkefnisstjóri hjá ART teyminu

Álfheiður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Álfheiður hefur starfað hjá teyminu undanfarin tvö ár og óskum við henni til hamingju með nýtt starf.

Katrín Þrastardóttir sem gegnt hefur starfinu sl. tvö ár, heldur nú á ný mið og færum við henni þakkir fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

 

Scroll to Top