Fundargerð 13. fundar Inntökuráðs ART teymis

Mættir:  Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir formaður stjórnar sem einnig ritaði fundargerð.

 

Einnig komu á fundinn sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands: Alda Sigrún Magnúsdóttir,  Snorri Rafn Sigmarsson og Ragnar S Ragnarsson til að fylgja eftir málum skjólstæðinga sinna.  Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.

 

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. 1.            Formaður stjórnar fór yfir stöðu verkefnisins.  Ekki hafa borist aukafjármunir frá ríkinu til rekstrar verkefnisins.  Starfsmenn teymisins vinna í skertu starfshlutfalli og lítur út fyrir að tekjur ársins og endar nái saman. Horfur fyrir næsta ár eru betri.  Seinna ár samnings við barnaverndarnefndir á Suðurlandi tryggir verkefninu 10 millj. kr.  Sótt hefur verið um framlög úr þriggja ráðuneyta verkefni vegna langveikra barna og barna með ADHD greiningu og á fjárlög ríkisins.  Einnig samþykktu aðildarsveitarfélög verkefnisins að greiða allt að 40% rekstarkostnaðar á aðalfundi SASS í september 2010.

 

  1. 2.            Verkefnisstjóri fór yfir verkefnastöðuna.  Nú eru 20 börn í meðferð hjá teyminu og 14 börn í eftirfylgd.  Teymið er einnig með 4 barnaverndarmál í vinnslu. Þá voru samþykkt inn 3 ný barnaverndarmál á síðasta fundi verkefnisstjórnar vegna barnaverndarmála.

 

  1. 3.            Mál til afgreiðslu.

Teknar voru fyrir 13 umsóknir.

Tólf umsóknir voru samþykktar og einnig frestað þar til mat sálfræðings liggur fyrir.

Fundargerð lesin upp og staðfest.

 

Fundi frestað kl. 16:00 til 4. janúar 2011 kl. 13:45.

 

Kristín Hreinsdóttir

Bjarni Bjarnason

Eygló Aradóttir

Fundargerð 13. fundar Inntökuráðs ART teymis

framhaldið frá 13. desember 2010, haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 4. janúar 2011 kl. 13:45.

 

Mættir:  Bjarni Bjarnason verkefnisstjóri, Eygló Aradóttir barnalæknir og Kristín Hreinsdóttir formaður stjórnar sem einnig ritaði fundargerð.

 

Einnig komu á fundinn sálfræðingar Skólaskrifstofu Suðurlands: Alda Sigrún Magnúsdóttir,  Snorri Rafn Sigmarsson og Ragnar S Ragnarsson til að fylgja eftir málum skjólstæðinga sinna.  Fundargerð var rituð í trúnaðarmálabók.

 

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

 

  1. 1.            Mál til afgreiðslu.

Bæst hafa við 6 umsóknir frá því að fundi var frestað 13. desember.

Fjórar umsóknir voru samþykktar. Tveimur umsóknum var frestað þar til frekari upplýsingar um stöðu viðkomandi nemenda liggja fyrir.

 

Fundargerð lesin upp og staðfest.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Kristín Hreinsdóttir

Bjarni Bjarnason

Eygló Aradóttir

Scroll to Top