Hvað er ART-vottun?

ART Teymið á Suðurlandi hefur á undanförnum árum veitt þeim leik- grunn og framhaldsskólum sem hafa haldið úti ART þjálfun svokallaða ART vottun. 

Til þess að skóli geti hlotið ART vottun þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Nægilega margir kennarar eru með ART réttindi til að halda úti ART hópum á öllum skólastigum sem kennd eru við skólann (yngsta, mið, elsta, leikskóla, allt eftir því á hvaða stigum er kennt við skólann.)
Allir nemendur fá 12 vikna ART þjálfun á hverju skólastigi.
Allir starfsmenn skóla, sem koma að kennslu og umönnun barn, hafa fengið ýtarlega kynningu á ART og getað starfað samkvæmt hugmyndafræði ART.
ART er sýnilegt í skólanámskrá og hluti af menningu skólans.
Sækja þarf um vottun skriflega til ART- teymisins á Suðurlandi.

Umsókn um ART Vottun má nálgast hér