Kæra ART áhugafólk

Fleiri gleðifréttir frá ART teyminu á Suðurlandi.  Þann 26. nóvember síðastliðinn var fyrsti grunnskólinn utan Suðurlands ART vottaður en það var Grunnskólinn á Þórshöfn. Mikið og gott ART starf hefur farið þar fram síðasta skólaárið og hafa allir starfsmenn skólans fengið ART námskeið. Skólinn er nú með ART í föstum tímum í stundatöflu og fjallað er um ART í skólanámskrá skólans. Þannig er tryggt að nemendur á yngsta- , mið- og elsta stigi skólans fái ART þjálfun þar sem áhersla er lögð á að bæta félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferði nemenda út frá Aðalnámskrá grunnskóla.
Við óskum starfsfólki og nemendum Grunnskólans á Þórshöfn innilega til hamingju með ART vottunina.

afhendinghópur afhending2 afhending1

Scroll to Top