Leiðbeiningar fyrir myndbandsgerð – Allir að lesa!

Leiðbeiningar fyrir myndbandsgerð – gott að hafa í huga

Leiðbeiningar fyrir myndbandsgerð – Allir að lesa!

Byrja að taka upp sem fyrst. Truflar krakkana minna þegar líður á og þið hafið meira og betra efni til að taka úr. Getur verið gott að nota bara snjallsíma til að taka upp. Beinið upptökutækinu að “sviðinu” þar sem þið standið og hlutverkaleikir fara fram. Ekki beina upptökutækinu að krökkunum og þar sem þau sitja.

Simi: Þarf ekki að klippa saman í forriti er líka hægt að klippa til í síma (stytta brotin) og hlaða síðan upp á google drive t.d. sem er síðan hægt að skrá sig inn á í tölvu og sýna á skjávarpa.

Ef valið er að hlaða myndefninu inn í tölvu og klippa saman í forriti eða ef tekið var upp á ipad þarf að muna að EXPORTA myndbandinu áður en það er fært yfir á lykil. Það er EKKI nóg að SAVE-A.  Við lendum reglulega í því að fólk kemur með myndband á minniskubbi sem er ekki hægt að spila því það var ekki exportað heldur bara save-að.  

Sjá myndbönd til að fræðast um hvernig á að exporta myndbandi sem er búið að klippa til í myndvinnsluforriti :

1) Windows movie maker – https://www.youtube.com/watch?v=ph3RlrvD194

2). imovie (apple) – https://www.youtube.com/watch?v=yuZiPmg-5Y0

3). Annað forrit  – Ef þið eruð að nota annað forrit en þessi sem eru í myndböndunum hér að ofan skuluð þið google-a ,,how to export movie in -nafnið á forritinu- “ . eða leita með þessari settningu inni á youtube.com.

Góð regla ef koma á með myndband á minniskubbi er að athuga í annarri tölvu hvort það virki að setja kubbinn í, opna myndbandið og spila það. Ef það gengur ekki hefur eitthvað klikkað í ferlinu og ágætt að vita það áður en á bíódaginn er komið.

Við mælum með því að fólk komi með myndbönd á lykli.

Scroll to Top