Námskeiðslýsing

 ART réttindanámskeið

 ART réttindanámskeið eru haldin af ART teyminu á Suðurlandi. Hér að neðan er stutt námskeiðslýsing.

 Vika 1:
Í upphafi eru þrír samliggjandi námskeiðsdagar sem samanstanda af fyrirlestrum um hugmyndafræðina og verklegum æfingum. Þátttakendur öðlast þekkingu á ART og þeim kenningum sem það byggir á sem og góða þjálfun í að skipuleggja, undirbúa og sinna ART þjálfun.

Vika 2 – 7:
Þátttakendur sinna ART þjálfun á vettvangi. Kennari námskeiðsins kemur í ART tíma til þátttakenda og veitir aðstoð og endugjöf.

Vika 8-12:
Þátttakendur sinna ART þjálfun á vettvangi. Á þessu tímabili er fjórði námskeiðsdagurinn þar sem þátttakendur sýna myndband af ART þjálfun sem þeir hafa verið með á vettvangi.

Vika 13:
ART þjálfun á vettvangi lýkur.

Þátttakendur skila skýrslu til ART teymis og fá endurgjöf. Hafi þeir lokið öllum þáttum námskeiðsins með fullnægjandi hætti útskrifast þeir sem ART þjálfarar.

isart@isart.is

Scroll to Top