Nýr ráðgjafi hjá ART teyminu

Álfheiður Ingólfsdóttir mun hefja störf sem ráðgjafi hjá ART teyminu í ágúst. 

Álfheiður er ART þjálfari og grunnskólakennari. 
Hún hefur starfað sem slíkur í fjölda ára,  hún hefur fjölbreytta kennslu reynslu og hefur meðal annars einbeitt sér að börnum með hegðunar- og/eða tilfinningavanda.

Við hlökkum til að starfa með Álfheiði og bjóðum hana velkomna.

Nýr verkefnastjóri hjá ART teyminu

 

Katrín Þrastardóttir hefur verið ráðin
verkefnastjóri ART teymisins á Suðurlandi.

Sigríður Þorsteinsdóttir hefur gengt stöðunni undafarin ár en hún hefurverið í teyminu frá stofnun þess. Við þökkum henni fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum. 

Minnum einnig á að hægt er að skila in tilvísunum í Fjölskyldu ART út miðvikudaginn 4. maí næstkomandi

Sólarkveðjur frá teyminu

 

Umsóknarfrestur fyrir Fjölskyldu ART

Frestur til að sækja um í Fjölskyldu ART á haustönn 2022 er
miðvikudaginn 4. maí 

Tilvísanir skulu sendar á ART teymi Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss.
Mikilvægt er að gátlisti og greiningargögn fylgi með tilvísunum og einnig er gott að fá greinargerð frá stoðþjónustu, umsjónakennara eða foreldrum en það auðveldar úrvinnslu tilvísana. 

Við vekjum athygli á að nú er í boði fjarmeðferð fyrir fjölskyldur í Vestur-Skaftafellssýslu. Meðferðin fer að mestu fram í gegnum fjarfund en gert er ráð fyrir að fjölskydurnar hitti ART-teymið þrisvar sinnum á tímabilinu. Um þróunarverkefni er að ræða. 

Tilvísunareyðublöð og gátlista má finna hér

Fjölskyldu-ART nýtist vel börnum sem til dæmis standa illa félagslega, eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra, hafa lágt sjálfsmat, veika sjálfsmynd, eiga erfitt með sjálfstjórn, kunna ekki að setja sér mörk, eru kvíðin eða eru slök í siðferðishugsun.

Hafið samband við ART teymið fyrir frekari upplýsingar.

Með sól í hjarta

Með hækkandi sól og gleði i hjarta tökum við í ART-teyminu á móti nýjum fjölskyldum í ART. Það er okkur mikill léttir að geta tekið á móti fjölskyldunum hér hjá okkur þar sem búið er að rýmka sóttvarnarreglur. 

Þó við höfum reynt að halda okkar striki og leyst þær áskoranir sem þessi pest hefur sett á okkur er alltaf áhrifameira og skemmtilegra að geta hist augliti til auglitis auk þess sem við lærum svo mikið hvort af öðru.

Við minnum einnig á að opnað hefur verið fyrir skráning á ART réttindanámskeið í ágúst, meira um það undir flipanum um námskeið.

Endilega hafið samband ef ykkur vantar upplýsingar um fjölskyldu ART eða ART réttindanámskeið.

Með Kveðju
Sigríður, Katrín og Guðrún Herborg