Leikskóla ART ýtt úr vör

12 leikskólakennarar eru nú tilbúnir eftir skemmtilegt þriggja daga námskeið að byrja með ART hópa í ágúst. Kennarar frá 7 leikskólum eru nú tilbúnir að byrja með ART hópa þar sem unnið verður með félagsfærni, sjálfstjórn, siðferði gegnum sýnikennslu, hlutverkaleik, endurgjöf og leik.
Til hamingju!