SÆKJA UM

Umsóknareyðublöð fyrir Fjölskyldu ART 

Umsókn um meðferð vegna barns í leikskóla

Umsókn um meðferð vegna barns í grunnskóla

Umsókn vegna hópa

Gátlisti með umsókn – verður að fylgja með

Leiðbeiningar

Hægt er að sækja um ART fjölskyldumeðferð hjá ráðgjafateyminu fyrir börn búsett á Suðurlandi. Umsókn skal undirrituð af forsjáraðilum viðkomandi barns og skólastjóra/deildarstjóra. 
 
Nauðsynleg fylgigögn með umsókn eru:
  • gátlisti
  • greiningargögn 
  • greinargerð frá skóla og/eða foreldrum hjálpar til við úrvinnslu máls

Með undirritun gefa forsjáraðilar samþykki um að ráðgjafar teymisins megi afla upplýsinga um málefni viðkomandi barns hjá skóla barnsins og velferðarþjónustu þegar það á við.

Hverjir eiga rétt á meðferð?
Börn sem eiga við  hegðunar- og/eða tilfinningavanda að etja eiga rétt á meðferð hjá ART-teyminu.  Fjölskyldu ART nýtist vel börnum sem til dæmis standa illa félagslega, eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra, hafa lágt sjálfsmat, veika sjálfsmynd, eiga erfitt með sjálfstjórn, kunna ekki að setja sér mörk, eru kvíðin eða þurfa að styrkja siðferðisleg gildi.

Þróunarverkefni – fjarmeðferð
Við vekjum athygli á að nú er í boði fjarmeðferð fyrir fjölskyldur í Vestur-Skaftafellssýslu. Meðferðin fer að mestu fram í gegnum fjarfundarbúnað en gert er ráð fyrir að fjölskyldurnar hitti ART teymið þrisvar sinnum á tímabilinu. 

Tilvísanir fyrir vorönn 2024 skulu sendar til ART teymis Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss fyrir 5. desember 2023.

Scroll to Top