Umsóknareyðublöð fyrir Fjölskyldu ART
Umsókn um meðferð vegna barns í leikskóla
Umsókn um meðferð vegna barns í grunnskóla
Gátlisti með umsókn – verður að fylgja með
Leiðbeiningar
- gátlisti
- greiningargögn
- greinargerð frá skóla og/eða foreldrum hjálpar til við úrvinnslu máls
Með undirritun gefa forsjáraðilar samþykki um að ráðgjafar teymisins megi afla upplýsinga um málefni viðkomandi barns hjá skóla barnsins og velferðarþjónustu þegar það á við.
Hverjir eiga rétt á meðferð?
Börn sem eiga við hegðunar- og/eða tilfinningavanda að etja eiga rétt á meðferð hjá ART-teyminu. Fjölskyldu ART nýtist vel börnum sem til dæmis standa illa félagslega, eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra, hafa lágt sjálfsmat, slaka sjálfsmynd, eiga erfitt með sjálfstjórn, kunna ekki að setja mörk, eru kvíðin eða þurfa að styrkja siðferðisleg gildi.
Fjarmeðferð
Við vekjum athygli á að nú er í boði fjarmeðferð fyrir fjölskyldur í Vestur-Skaftafellssýslu. Meðferðin fer að mestu fram í gegnum fjarfundarbúnað en gert er ráð fyrir að fjölskyldurnar hitti ART teymið þrisvar sinnum á tímabilinu.
Tilvísanir fyrir haustönn 2025 skulu sendar til ART teymis Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss fyrir 9. maí 2025.