Þjórsárskóli fær ART vottun

Miðvikudaginn 17. desember fékk Þjórsárskóli ART vottun. Allir umsjónarkennarar skólans eru búnir að fara á ART réttinda námskeið, ART tímar eru fastir í stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans er vel upplýst um efnið og ART er sýnilegt í námskrá og skipulagi skólastarfsins.
Starfsfólk og nemendur skólans voru búnir að undirbúa fallega athöfn í tilefni dagsins og buðu upp á heitt kakó og smákökur sem nemendur höfðu bakað. Hafdís, einn umsjónarkennara skólans sagði frá hvernig ART hefur þróast í Þjórsárskóla en fyrstu kennarar skólans sóttu ART námskeið árið 2009. Nemandi úr 5. bekk sagði frá reynslu sinni af ART og hvernig hann hefur notað þær aðferðir til þess að hjálpa sér og bæta sig í samskiptum.
Við óskum starfsfólki og nemendum Þjórsárskóla innilega til hamingju með ART vottunina!

Hafd

krakkabord   HiljaBolette

Scroll to Top