Vegna samkomubanns og annarra tilmæla frá Almannavörnum íslenska ríkisins mun ART teymið leggja sitt af mörkum og aðlaga störf sín að ástandinu í samfélaginu. Þó svo að skólar á Suðurlandi muni starfa áfram að mismiklu leyti teljum við ekki forsvaranlegt að starfsmenn teymisins séu að ferðast á milli skóla til að sinna skjólstæðingum. Einnig teljum við ekki skynsamlegt að halda áfram með fjölskyldu ART hópa að svo stöddu – við munum þjónusta fjölskyldurnar í hópunum áfram eftir bestu getu í gegnum fjarskipti. Staðan verður endurmetinn vikulega.
Sigríður, Katrín og Gunnar