Um námskeiðin

ART þjálfun á vettvangi
Forvarnarstarf teymisins felst í því að halda námskeið fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu og félagsþjónustu og önnur kerfi. Á slíkum námskeiðum öðlast þátttakendur færni til þess að nota ART módelið með nemendum sínum og/eða skjólstæðingum. Þátttakendur sækja fyrst þriggja daga námskeið hjá teyminu. Að því búnu setja þeir af stað 12 vikna ART námskeið á sinni starfsstöð. Teymið veitir handleiðslu og ráðgjöf á þessu tímabili og heimsækir þátttakendur. Þegar þátttakendur hafa lokið við 12 vikur í ART og skilað tilskildum gögnum til teymisins ljúka þeir námskeiðinu með réttindum til að starfa sem ART þjálfarar.
ART byggir á vinnu með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund. Á tímabilinu skal ART kennt þrisvar sinnum í viku, einn tími fyrir hvern lið. Að 12 vikum loknum er æskilegt að haldið sé áfram með ART þjálfun vikulega.

 

Scroll to Top