ART þjálfun á vettvangi
Forvarnarstarf teymisins felst í því að halda námskeið fyrir starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu og félagsþjónustu og önnur kerfi. Á slíkum námskeiðum öðlast þátttakendur færni til þess að nota ART módelið með nemendum sínum og/eða skjólstæðingum. Þátttakendur sækja fyrst þriggja daga námskeið hjá teyminu. Að því búnu setja þeir af stað 12 vikna ART námskeið á sinni starfsstöð. Teymið veitir handleiðslu og ráðgjöf á þessu tímabili og heimsækir þátttakendur. Þá er fjórði námskeiðsdagurinn þar sem þátttakendur sýna myndbandsupptökur úr þjálfun og læra þannig saman. Þegar þátttakendur hafa lokið við 12 vikur í ART og skilað tilskildum gögnum til teymisins ljúka þeir námskeiðinu með réttindum til að starfa sem ART þjálfarar.
ART byggir á vinnu með félagsfærni, sjálfsstjórn og siðferðisvitund. Á tímabilinu skal ART kennt þrisvar sinnum í viku, einn tími fyrir hvern lið. Að 12 vikum loknum er æskilegt að haldið sé áfram með ART þjálfun vikulega.
Ummæli þátttakenda
- „Mér finnst ég loksins hafa verkfæri sem ég get nýtt til að setja upp faglegan tíma með ákveðið markmið, úr öllu því sem ég hef lært áður.“
- „Ég var mjög ánægð með að námskeiðið samastóð bæði af fræðslu og verklegum æfingum. Fyrir vikið er ég mun öruggari í að byrja að vinna með efnið.“
- „Þetta var klárlega eitt besta námskeið sem ég hef farið á. Vel skipulagt, lærdómsríkt og gríðarlega skemmtilegt.“
- „Ég verð að segja allt, ég upplifði þvílíkan kraft og jákvæðni eftir námskeiðið og hlakka til að byrja að vinna með hópana. Það sem er mjög jákvætt er að ég fæ fullt af verkfærum og haldið er vel utan um okkur í ferlinu á meðan við erum með fyrsta hópinn sem er mjög dýrmætt. Ég finn í hjarta mínu að þetta er eitthvað sem mun nýtast mér vel í starfi og í lífinu.“