Síðasti skiladagur umsókna fyrir fjölskyldu-ART á haustönn 2021 er miðvikudagurinn 5. maí til kl 16:00. Umsóknir skulu sendar á ART teymið Austurvegi 56, 800 Selfoss. Umsóknareyðublaðið má finna hér á heimasíðunni og gátlistar sem þurfa að fylgja með eru einnig á heimasíðunni.
Fjölskyldu-ARTið er afar hentugt fyrir börn sem til dæmis standa illa félagslega, eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra, hafa lágt sjálfsmat, veika sjálfsmynd, eiga erfitt með sjálfstjórn, kunna ekki að setja sér mörk, eru kvíðin eða eru slök í siðferðishugsun.
Hafið samband við ART teymið fyrir frekari upplýsingar.