Umsóknarfrestur fyrir Fjölskyldu ART

Frestur til að sækja um í Fjölskyldu ART á haustönn 2022 er
miðvikudaginn 4. maí 

Tilvísanir skulu sendar á ART teymi Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss.
Mikilvægt er að gátlisti og greiningargögn fylgi með tilvísunum og einnig er gott að fá greinargerð frá stoðþjónustu, umsjónakennara eða foreldrum en það auðveldar úrvinnslu tilvísana. 

Við vekjum athygli á að nú er í boði fjarmeðferð fyrir fjölskyldur í Vestur-Skaftafellssýslu. Meðferðin fer að mestu fram í gegnum fjarfund en gert er ráð fyrir að fjölskydurnar hitti ART-teymið þrisvar sinnum á tímabilinu. Um þróunarverkefni er að ræða. 

Tilvísunareyðublöð og gátlista má finna hér

Fjölskyldu-ART nýtist vel börnum sem til dæmis standa illa félagslega, eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra, hafa lágt sjálfsmat, veika sjálfsmynd, eiga erfitt með sjálfstjórn, kunna ekki að setja sér mörk, eru kvíðin eða eru slök í siðferðishugsun.

Hafið samband við ART teymið fyrir frekari upplýsingar.

Scroll to Top