Réttindanámskeið í ágúst
ART teymi Suðurlands hélt þrjú réttindanámskeið nú í ágústmánuði. 44 hressir og kátir starfsmenn leikskóla, grunnskóla og starfsendurhæfingarstöðva kynntust verkfærum ART og tileinkuðu sér notkun þeirra. Námskeiðin fóru fram á Selfossi, Akureyri og í Garðabæ. Það verður gaman að fylgjast með þessu frábæra fólki halda áfram á ART vegferðinni og styðja þau þar.
Næstu námskeið hafa nú þegar verið auglýst, á Akureyri og Selfossi í janúar. Skráning er hafin og fer fram á heimasíðunni.