Réttindanámskeið í ágúst


 

 

ART teymi Suðurlands hélt þrjú réttindanámskeið nú í ágústmánuði. 44 hressir og kátir starfsmenn leikskóla, grunnskóla og starfsendurhæfingarstöðva kynntust verkfærum ART og tileinkuðu sér notkun þeirra. Námskeiðin fóru fram á Selfossi, Akureyri og í Garðabæ. Það verður gaman að fylgjast með þessu frábæra fólki halda áfram á ART vegferðinni og styðja þau þar.

Næstu námskeið hafa nú þegar verið auglýst, á Akureyri og Selfossi í janúar. Skráning er hafin og fer fram á heimasíðunni.

Enn bætist í hóp verðandi ART þjálfara á landsvísu

ART-teymið hóf árið 2025 með krafti og hélt námskeið víðsvegar um landið í janúar.
Í upphafi mánaðar var boðið upp á námskeið á Selfossi og í kjölfarið var ferðinni heitið austur á Egilsstaði og norður á Akureyri, þar sem námskeið voru haldin.
Yfir 30 einstaklingar sóttu námskeiðin sem gengu eins og í sögu, þátttakendur voru áhugasamir og gleðin var við völd. Á námskeiðunum fá þátttakendur tækifæri til að læra, vaxa og deila reynslu sinni í fræðandi og jákvæðu umhverfi.
Við hlökkum til að fylgja þessu góða fólki eftir og leiða þau áfram á ART brautinni.

 

Scroll to Top