ART vottun í Þjórsárskóla

Í dag fékk Þjórsárskóli vottun sem ART skóli.
Forsendur slíkrar vottunar eru að ART sé kennt á öllum stigum skólans, allir starfsmenn séu kunnugir ART og geti nýtt ART verkfærin með nemendum, ART efni sé sýnilegt í námskrá sem og á veggjum skólans, ART sé reglulega í símenntunaráætlun skóla og allir nemendur þekki ART og geti nýtt ART verkfærin eins og hvert og eitt er fært um.

Við í ART teyminu óskum Þjórsárskóla innilega til hamingju með vottunina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

 

Scroll to Top