ART á nýju ári

Akureyri tók vel á móti okkur í ART teyminu í upphafi nýs árs þegar við fórum og héldum þar fyrsta réttindanámskeið ársins. Ellefu manns sátu námskeiðið sem gekk glimrandi vel og við fögnum nýjum félögum.

Akureyri tók vel á móti okkur í ART teyminu í upphafi nýs árs þegar við fórum og héldum þar fyrsta réttindanámskeið ársins. Ellefu manns sátu námskeiðið sem gekk glimrandi vel og við fögnum nýjum félögum.
ART teymi Suðurlands hélt þrjú réttindanámskeið nú í ágústmánuði. 44 hressir og kátir starfsmenn leikskóla, grunnskóla og starfsendurhæfingarstöðva kynntust verkfærum ART og tileinkuðu sér notkun þeirra. Námskeiðin fóru fram á Selfossi, Akureyri og í Garðabæ. Það verður gaman að fylgjast með þessu frábæra fólki halda áfram á ART vegferðinni og styðja þau þar.
Næstu námskeið hafa nú þegar verið auglýst, á Akureyri og Selfossi í janúar. Skráning er hafin og fer fram á heimasíðunni.
„ART á að vera hluti af daglegu skólastarfi og menningu, sýnilegt öllu skólasamfélaginu og ART tungumálið ættu allir að þekkja.“