Umsóknir fyrir vorönn 2010

Umsóknarfrestur um ART meðferð til 15. des. nk.
Umsóknir fyrir vorönn 2010
Umsóknarfrestur um ART meðferð er til 15. des. nk.  Umsóknareyðublað er að finna hér.
Athugið að undirritun og samþykki foreldra er skilyrði fyrir því að umsókn sé samþykkt.

Breytingar á ART verkefninu
Nú hafa orðið breytingar á ART verkefninu.

Undirritaður hefur verið tvíhliða samningur milli Skólaskrifstofu Suðurlands og Fjölskyldusviðs Árborgar, f.h. barnaverndarnefnda á Suðurlandi, annars vegar og Fjölskyldusviðs Árborgar, f.h. barnaverndarnefnda á Suðurlandi, og Barnaverndarstofu hins vegar um ART meðferð sem barnaverndarúrræði.  Samningurinn felur í sér að barnaverndarnefndir geta vísað börnum á aldrinum 12-18 ára og fjölskyldum þeirra í ART meðferð.  Einungis barnaverndarnefndir geta vísað í þetta úrræði.

Hins vegar heldur verkefnið áfram óbreytt, þ.e. í formi námskeiða, fræðslu, handleiðslu og ráðgjafar til skóla og annarra sem vinna með börn á Suðurlandi. Einnig geta foreldrar og skólar óskað eftir aðkomu ART teymis að málum einstakra barna sem enn hafa ekki verið tilkynnt til barnaverndarnefndar.  Eins og áður fylla þá foreldrar og skóli út tilvísun sem tekin er fyrir á inntökuráðsfundi ART teymis.  Næsti fundur inntökuráðs er 17. desember 2009.

Kynningar á ART verða 24 -25 september

Alls verða þrjár kynningar á ART
Fimmtudagur 24/9 kl.10 -1200 fyrir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á suðurlandi
Föstudagur 25/9 kl. 10 – 1200  fyrir haustþing 8. svæðadeildar félags leikskólakennara
Föstudagur 25/9 kl. 10 – 1130 fyrir starfsfólk Sunnulækjarskóla
Sjáumst hress
ART teymið

Scroll to Top