ART VERKEFNIÐ TILNEFNT TIL FORELDRAVERÐLAUNA

ART verkefnið á Suðurlandi var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2008, en verðlaunin voru afhent 15. maí sl. Tilnefningin snýst aðallega um fjölskylduhluta ART verkefnisins, svokallað fjölskyldu-ART.

Starfsfólk Gaulverjaskóla hefur unnið ötullega að þróun fjölskyldu-ARTs í vetur og hefur það gefið afar góða raun.

Leikskóla ART ýtt úr vör

12 leikskólakennarar eru nú tilbúnir eftir skemmtilegt þriggja daga námskeið að byrja með ART hópa í ágúst. Kennarar frá 7 leikskólum eru nú tilbúnir að byrja með ART hópa þar sem unnið verður með félagsfærni, sjálfstjórn, siðferði gegnum sýnikennslu, hlutverkaleik, endurgjöf og leik.
Til hamingju!

Scroll to Top