Að tala er málið

Föstudaginn 15. apríl síðastliðinn var boðið til samtals í Víkurskóla. Um var að ræða viðburð undir yfirskriftinni ,,Að TALA er málið“ og stóð hann yfir í um klukkustund. Kolbrún Hjörleifsdóttir kennari í grunnskólanum í Vík stóð fyrir viðburðinum og kynnti hugmyndina fyrir viðstöddum. Í verkefninu er orðið TALA miðpunkturinn. Orðið TALA getur haft þrennskonar merkingu og gefur það möguleika á að vinna með orðið á skemmtilegan hátt og vekja um leið athygli á mikilvægi þess að við tölum saman og eigum góð samskipti.

ART-teyminu var boðið á viðburðinn og hélt Kolbrún Sigþórsdóttir smá tölu fyrir viðstadda og ræddi efni dagsins út frá ART-inu. Til dæmis mikilvægi þess að vanda sig þegar maður TALAr við aðra og mikilvægi þess að hlusta þegar að aðrir TALA.

Að lokum var unnið í litlum hópum og skrifaðar niður setningar af ýmsum toga sem innihéldu orðið TALA. Á meðan að hópavinnan fór fram var fólk kvatt til þess að TALA saman.

 

13063812_10153869754834130_1630371897_o

13036566_10153869755369130_1683062521_o

13064019_10153869754964130_776760285_o

13054462_10153869754889130_973934407_o

Bíódagur

Bíódagur fyrir þátttakendur á ART – réttindanámskeiði sem haldið var 19. -21. janúar verður haldin fimmtudaginn 14. apríl.

Bíódagur

Bíódagur fyrir þátttakendur á ART – réttindanámskeiði sem haldið var 12.-14. janúar verður haldin fimmtudaginn 31. mars

Scroll to Top