Með sól í hjarta
Með hækkandi sól og gleði i hjarta tökum við í ART-teyminu á móti nýjum fjölskyldum í ART. Það er okkur mikill léttir að geta tekið á móti fjölskyldunum hér hjá okkur þar sem búið er að rýmka sóttvarnarreglur.

Þó við höfum reynt að halda okkar striki og leyst þær áskoranir sem þessi pest hefur sett á okkur er alltaf áhrifameira og skemmtilegra að geta hist augliti til auglitis auk þess sem við lærum svo mikið hvort af öðru.
Við minnum einnig á að opnað hefur verið fyrir skráning á ART réttindanámskeið í ágúst, meira um það undir flipanum um námskeið.
Endilega hafið samband ef ykkur vantar upplýsingar um fjölskyldu ART eða ART réttindanámskeið.
Með Kveðju
Sigríður, Katrín og Guðrún Herborg


Kæru vinir og velunnarar