Ágústmánuður einkenndist af ART réttindanámskeiðum og er óhætt að segja að þau hafi einkennst af gleði enda einstaklega áhugasamt og jákvætt fólk sem sótti þau. Námskeið voru haldin í Borgarbyggð, á Selfossi og í Reykjavík. 60 þátttakendur mættu til okkar og við í ART teyminu erum afskaplega ánægð með að fá þessa flottu viðbót í ART þjálfarahópinn eftir að þjálfun þeirra á vettvangi lýkur síðar í vetur.
Næstu námskeið verða haldin í Suðurnesjabæ í nóvember og á Selfossi, Egilsstöðum og vonandi Akureyri í janúar.