Kynning á ART í fjórum grunnskólum Reykjavíkur.

Þriðjudaginn 19. maí hélt ART teymið á Suðurlandi kynningu á ART þjálfun. Kynningin fór fram í sal Hagaskóla og var mæting góð eða um 80 manns úr Hagaskóla, Vesturbæjarskóla, Melaskóla og Grandaskóla. Kynning þessi var skipulögð í framhaldi af heimsókn skólastjórnenda fyrrnefndra skóla til ART teymisins í apríl síðastliðnum. Þátttakendur voru áhugasamir og skemmtileg stemning skapaðist á kynningunni.

 DSC00209 DSC00215

Bjarni hættir hjá ART-teyminu

Nú er svo komið að Bjarni Bjarnason hefur lokið störfum hjá ART- teyminu. ART – teymið vill þakka honum fyrir þá frábæru vinnu sem að hann hefur lagt teyminu. Óskum við honum velgengis í því starfi sem að hann hefur hafist handa við.

Kristín Hreinsdóttir hefur tekið við stöðu Bjarna sem verkefnastjóri teymisins.

Scroll to Top