Næstu ART-réttindanámskeið

Næstu ART-réttindanámskeið verða haldin í haust. Eitt námskeið hefur verið sett á Selfossi dagana 11 – 13 ágúst og annað á Austfjörðum dagana 17- 19 ágúst. 


Opið er fyrir skráningar á netfanginu sigridur@isart.is 

 

Umsóknarfrestur fyrir fjölskyldu-ART á haustönn 2020

Síðasti skiladagur umsókna fyrir fjölskyldu-ART á haustönn 2020 er mánudaginn 4. maí. Umsóknir skulu sendar á ART teymið Austurvegi 56, 800 Selfoss. Umsóknareyðublaðið má finna hér á heimasíðunni og gátlistar sem þurfa að fylgja með eru einnig á heimasíðunni. 

Fjölskyldu-ARTið er afar hentugt fyrir börn sem til dæmis standa illa félagslega, eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra, hafa lágt sjálfsmat, veika sjálfsmynd, eiga erfitt með sjálfstjórn, kunna ekki að setja sér mörk, eru kvíðin eða eru slök í siðferðishugsun.

Hafið samband við ART teymið fyrir frekari upplýsingar.

Tilkynning frá ART teymi Suðurlands

Vegna samkomubanns og annarra tilmæla frá Almannavörnum íslenska ríkisins mun ART teymið leggja sitt af mörkum og aðlaga störf sín að ástandinu í samfélaginu. Þó svo að skólar á Suðurlandi muni starfa áfram að mismiklu leyti teljum við ekki forsvaranlegt að starfsmenn teymisins séu að ferðast á milli skóla til að sinna skjólstæðingum. Einnig teljum við ekki skynsamlegt að halda áfram með fjölskyldu ART hópa að svo stöddu – við munum þjónusta fjölskyldurnar í hópunum áfram eftir bestu getu í gegnum fjarskipti. Staðan verður endurmetinn vikulega.

 

Sigríður, Katrín og Gunnar