Author name: ISART

Nýr verkefnisstjóri hjá ART teyminu

Álfheiður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Álfheiður hefur starfað hjá teyminu undanfarin tvö ár og óskum við henni til hamingju með nýtt starf.

Katrín Þrastardóttir sem gegnt hefur starfinu sl. tvö ár, heldur nú á ný mið og færum við henni þakkir fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

 

ART á Norðurlandi

Það var glatt á hjalla á ART réttindanámskeiði á Akureyri í febrúar. Fólk víðs vegar að af Norðurlandi eystra og Austurlandi sótti námskeiðið sem gekk mjög vel og ekki spillti fyrir að sjálfur Nonni stóð vaktina fyrir utan  😉

Núna standa þessir verðandi ART þjálfarar í ströngu við að æfa sig áður en við hittumst svo aftur í lotu 2 og förum yfir hvernig gengur og lærum meira saman.

Scroll to Top