Málþing IS-ART félagasamtakanna í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 18. sept. nk.

Málþing IS-ART félagasamtakanna verður haldið í Listasafni Árnesinga í Hveragerði föstudaginn 18. sept. nk. kl. 13-16.
Dagskrá málþingsins:
  1. Ávarp formanns.
  2. Ávarp Þórs G. Þórarinssonar fyrir hönd velferðarráðuneytisins.
  3. Kynningarmyndband um ART
  4. Erindi frá ART vottuðum leikskóla.
    Sigrún Björk Benediktsdóttir, skólastjóri Leikskólans á Laugalandi.
  1. Erindi frá ART vottuðum grunnskóla.
    Ingveldur Eiríksdóttir, skólastjóri Grsk. Þórshafnar
  1. ART þjálfun í framhaldsskólum.
    Elvar Jónsson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands
  1. Kynning á fjölskyldu-ART á Suðurlandi.
    Bjarni Bjarnason, ART þjálfari.
  1. Hvernig tryggjum við gæði ART-þjálfunar?
    Umræður í málstofuhópum.
  1. Samantekt og slit málþings.
Til að skrá þig á málþing IS-ART í Listasafni Árnesinga í Hveragerði 18. sept. 2015 kl. 13-16 veljið hlekkinn hér fyrir neðan:

https://docs.google.com/forms/d/1YKDd2prYQAYZD6EHx5eRUbCe1uSehgsK7w0o-b4YP68/viewform?c=0&w=1&usp=mail_form_link

Skráningargjald er 1.500 kr. og eru léttar veitingar og málþingsgögn innifalin. Vinsamlega greiðið gjaldið inn á reikning félagasamtakanna 0325-26-450514, kt. 450514-0630.  Kvittun er framvísað við innganginn.

 

ART ráðstefna í Denver

ART teymið á Suðurlandi fór á ráðstefnuna „International Social Competence Meet Up“ í Denver Colorado í síðustu viku. Á ráðstefnunni var fjölbreytt dagskrá og margir áhugaverðir fyrirlestrar. Einnig voru haldnir fundir á vegum PREPSEC International annars vegar hjá stjórn PREPSEC en þar er Sigríður Þorsteinsdóttir einn stjórnarmanna og hins vegar í gæðanefnd PREPSEC en þar situr Kristín Hreinsdóttir. Töluverð áhersla er nú lögð á hvernig tryggja skuli gæði ART þjálfunar á heimsvísu.  Gæðanefnd PREPSEC vinnur nú að lágmarksviðmiðum sem snúa að þjálfun og endurmenntun ART þjálfara og hvernig fylgja megi námskeiðinu eftir til að tryggja færni þjálfara til lengri tíma.  Rannsóknir sýna að þjálfurum hættir til að víkja frá skipulagi ART þjálfunar, eins og hún er sett fram í handbókum, þegar á líður.  Við það minnkar árangur ART þjálfunar verulega og því brýnt að sjá til þess að þjálfurum bjóðist regluleg eftirfylgd og handleiðsla og þeir nýti sér hana.

Í lok ráðstefnunnar var haldinn fundur með öllum fulltrúum í PREPSEC og var þar farið yfir stöðu ART þjálfunar á heimsvísu.

Íslenski ART hópurinn var ánægður með ferðina og kom heim með nýjar upplýsingar um áhugaverðar rannsóknir og önnur athyglisverð ART verkefni.

Nýr starfsmaður ART teymisins á Suðurlandi

Gunnar Þór Gunnarsson félagsráðgjafi hefur nú hafið störf hjá ART teyminu. Gunnar Þór var að ljúka meistaranámi sínu í félagsráðgjöf og mun koma með nýjan og ferskan blæ inn í ART teymið.gunnar-thor-gunnarsson1-218x300

Scroll to Top